Er tilbúinn að gera Pogba að fyrirliða

Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær.
Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United er sagður reiðubúinn að skipa Paul Pogba fyrirliða liðsins ef það verður til þess að sannfæra Frakkann um að halda kyrru fyrir á Old Trafford.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Pogba hjá Manchester United en vilji hans er að fara til Real Madrid í sumar. José Mourinho svipti Pogba varafyrirliðastöðunni hjá Manchester United í september en Portúgalinn, sem var rekinn frá störfum í desember,  var ónægður með viðhorf franska miðjumannsins.

Antonio Valencia hefur gegnt stöðu fyrirliða hjá United-liðinu undanfarin ár. Hann kom lítið við sögu með Manchester United á nýafstöðnu tímabili og yfirgefur liðið í sumar en Ashley Young tók við fyrirliðabandinu og var með það í flestum leikjum liðsins á tímabilinu.

Pogba er samningsbundinn Manchester United til ársins 2022.

mbl.is