„Mkhitaryan getur spilað úrslitaleikinn“

Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. AFP

Yfirvöld í Aserbaídsjan segja að Armeninn Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, geti tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Chelsea í Evrópudeild UEFA sem fram fer í Bakú í Aserbaídsjan 29. þessa mánaðar.

Arsenal send frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kom fram að Mkhitaryan færi ekki með liðinu til Bakú af öryggisástæðum en Armen­ía og Aser­baíd­sj­an eru fjandþjóðir sem hafa átt í átök­um sín á milli í fjölda ára.

Yfirvöld í Aserbaídjan segja hins vegar að öryggi Mkhitaryan verði ekki ógnað.

„Þrátt fyrir erfitt samband á milli Aserbaídsjan og Armeníu getur Mkhitaryan spilað úrslitaleikinn í Evrópudeildinni í Bakú,“ sagði Leyla Abdullayeva, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Aserbaídsjan, í samtali við AFP-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert