Ræðir framtíð sína eftir úrslitaleikinn

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea. AFP

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, er þrálátlega orðaður burt frá félaginu eftir aðeins eitt ár í starfi. Hann vill fá greinileg svör hvort forsvarsmenn félagsins séu ánægðir með hans störf.

Sarri tók við Chel­sea-liðinu fyr­ir tíma­bilið og und­ir hans stjórn hafnaði liðið í þriðja sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar og er komið í úr­slit í Evr­ópu­deild­inni þar sem liðið mæt­ir Arsenal í úr­slita­leik í næstu viku.

„Ég á tvö ár eftir af samningnum mínum og hef ekki rætt við önnur félög. Ég mun ræða framtíð mína eftir úrslitaleikinn og vil þá vita hvort ráðamenn félagsins eru ánægðir með mig. Ég væri mjög ánægður að halda áfram í ensku úrvalsdeildinni, með Chelsea, en við þurfum að ræða saman,“ sagði Sarri.

Stuðningsmenn liðsins hafa verið gagnrýnir í garð hans fyrir leikstíl liðsins, sem Sarri segir þó að svipi til Manchester City sem hafi unnið allt á Englandi í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert