Er Guardiola að taka við Juventus?

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Ítalska fréttaveitan AGI fullyrðir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hafi samþykkt að taka við þjálfun ítalska meistaraliðsins Juventus.

AGI greinir frá því að Guardiola muni skrifa undir fjögurra ára samning við Juventus 4. júní og hann verður kynntur til leiks sem þjálfari Juventus tíu dögum síðar.

Engar fréttir hafa borist úr herbúðum Juventus né Manchester City en Massimiliano Allegri sem hefur hefur þjálfað Juventus undanfarin fimm ár lætur af störfum hjá Juventus í sumar.

Guardiola hefur stýrt liði Manchester City frá árinu 2016. Undir hans stjórn hefur City hampað enska meistaratitlinum í tvígang, bikarmeistaratitlinum einu sinni og enska deildabikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Á nýafstöðnu tímabili náði Manchester City þeim magnaða árangri að vinna þrefalt heima fyrir.

mbl.is