Tekur Terry við stjórastarfi?

John Terry.
John Terry. AFP

John Terry, fyrrverandi leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, gæti orðið næsti knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Middlesbrough en enskir fjölmiðlar greina frá því að forráðamenn félagsins hafi áhuga á að fá Terry til starfa.

Middlesbrough leitar að nýjum stjóra eftir að félagið rak Tony Pulis frá störfum. Terry hóf þjálfaraferil sinn snemma þessu tímabili en hann var ráðinn í þjálfarateymi Aston Villa og hefur verið aðstoðarmaður Dean Smith frá því hann tók við stjórastarfinu hjá félaginu.

Aston Villa er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni og mætir Derby á Wembley á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert