Lukaku hefur áhyggjur

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Framtíð belgíska sóknarmannsins Romelu Lukaku hjá Manchester United er talin vera  í mikilli óvissu en framherjinn náði sér engan veginn á strik með Manchester-liðinu á nýafstöðnu tímabili.

Fregnir hafa borist af því að ítalska liðið Inter vilji fá Lukaku í sínar raðir en Belginn var aðeins 15 sinnum í byrjunarliði United í þeim 29 leikjum sem Ole Gunnar Solskjær stýrði liðinu.

Enskir fjölmiðlar segja að Lukaku hafi áhyggjur af því að United setji of háan verðmiða á sig en talið er að forráðamenn félagsins vilji fá 70 milljónir punda fyrir framherjann stóra og stæðilega. Lukaku er spenntur fyrir því að fara til Inter en líklegt er að Antinio Conte verði ráðinn þjálfari liðsins á næstu dögum.

Inter er sagt reiðubúið að ganga að launakröfum Lukaku og greiða honum 175 þúsund pund á viku sem jafngildir um 28 milljónum króna. Inter metur hins vegar verðgildi leikmannsins 50 milljónir punda.

Manchester United fékk Lukaku frá Everton fyrir tveimur árum og borgaði fyrir hann 75 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert