Liverpool ekki á eftir Depay

Liverpool hefur ekki áhuga á Memphis Depay.
Liverpool hefur ekki áhuga á Memphis Depay. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool ætlar ekki að kaupa Memphis Depay í sumar. Hollenski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool síðustu vikur, en Sky Sports greinir frá því í dag að félagið hafi ekki áhuga á sóknarmanninum. 

Depay birti myndband á Instagram þar sem hann settist í rauða einkaflugvél í rauðum jakkafötum. Hann skrifaði „takk Lyon“ undir myndbandið, en hann hefur síðustu ár leikið vel með franska liðinu. 

Héldu þá margir að hann væri að kveðja Lyon og ganga í raðir Liverpool, en félagið ætlar að einbeita sér að öðrum leikmönnum í sumar. 

Depay fór til Frakklands árið 2017 eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Hollendingurinn hefur blómstrað hjá Lyon og skorað 39 mörk í 115 leikjum. Hann er stór ástæða þess að liðið hefur komist í Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. 

mbl.is