Rekinn fyrir ölvunarakstur

Sadio Berahino.
Sadio Berahino. AFP

Enski framherjinn Saido Berahinho hefur verið rekinn frá knattspyrnufélaginu Stoke City. Berahino fékk 75.000 punda sekt fyrri ölvunarakstur á dögunum og missti hann bílprófið. 

Berahino var stöðvaður á Range Rover bifreið sinni þann 18. febrúar síðastliðinn og var hann undir áhrifum áfengis. 

Framherjinn átti þrjú ár eftir af samningi sínum við Stoke og samkvæmt Sky Sports ætlar hann í mál við Stoke vegna brottrekstrarins. 

Berahino var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður Englands er hann lék með West Brom, en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 51 leik með Stoke á tæpum þremur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert