Slæmar fréttir fyrir Chelsea-menn

N'Golo Kanté meiddist í hné á æfingu.
N'Golo Kanté meiddist í hné á æfingu. AFP

Chelsea verður sennilega án franska miðjumannsins N'Golo Kanté í úrslitaleiknum gegn Arsenal í Bakú á miðvikudagskvöld, í Evrópudeildinni í knattspyrnu.

Þetta kemur fram í The Guardian þar sem segir að Kanté hafi meiðst í hné á æfingu á laugardaginn. Kanté hafði misst af síðustu tveimur leikjum Chelsea vegna meiðsla í læri en hafði jafnað sig af þeim og byrjaði að æfa snemma í síðustu viku.

Samkvæmt frétt The Guardian var Maurizio Sarri vongóður um að geta teflt Kanté fram á miðvikudaginn en nú virðist hann þurfa að treysta á Ross Barkley, Jorginho og Mateo Kovacic á miðjunni gegn Arsenal.

mbl.is