Chelsea ætlar í hart vegna bannsins

Chelsea má ekki kaupa leikmenn fyrr en næsta sumar.
Chelsea má ekki kaupa leikmenn fyrr en næsta sumar. AFP

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea hafa ákveðið að áfrýja félagaskiptabanni félagsins til íþróttadómstólsins í Sviss. Ekki er vitað hvenær niðurstöðu er að vænta þaðan.

Í fe­brú­ar setti FIFA fé­laga­skipta­bann á Chel­sea vegna kaupa fé­lags­ins á leik­mönn­um und­ir 18 ára aldri. Chel­sea er óheim­ilt að kaupa leik­menn í næstu tveim­ur fé­laga­skipta­glugg­um, nú í sumar og í janúar á næsta ári, og get­ur þar með ekki fjár­fest í nýj­um leik­mönn­um fyrr en sum­arið 2020 en það get­ur keypt leik­menn sem eru und­ir 16 ára aldri.

Chel­sea gerðist brot­legt á tveim­ur reglu­gerðum FIFA en fé­lagið sinnti ekki réttri skrán­ingu á 29 yngri leik­mönn­um liðsins. Þá hafði Chel­sea áhrif á önn­ur fé­lög í fé­laga­skipt­um á tveim­ur yngri leik­mönn­um. Rannsókn málsins stóð yfir í um þrjú ár.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar 8. ágúst og ekki er vitað hvort niðurstöðu dómstólsins er hægt að vænta fyrir þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert