Chelsea hefur rætt við Lampard

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP

Chelsea hefur átt viðræður við Frank Lampard, fyrrverandi leikmann félagsins, um að taka við stjórastarfinu hjá félaginu af Ítalanum Maurizio Sarri.

Sarri hefur sagt skilið við Lundúnaliðið og verður að öllum líkindum kynntur sem nýr þjálfari Ítalíumeistara Juventus í vikunni en Sarri var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Chelsea-liðinu.

Lampard er núverandi stjóri enska B-deildarliðsins Derby, sem hann tók við fyrir tímabilið. Derby komst í umspil um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleik á Wembley.

Massimiliano Allegri, sem hefur látið af störfum hjá Juventus, og Erik ten Hag, þjálfari hollensku meistaranna í Ajax, hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert