Pogba næsta skotmark Real Madrid?

Paul Pogba hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid, undanfarnar …
Paul Pogba hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid, undanfarnar vikur. AFP

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, sé næsta skotmark Real Madrid. Pogba hefur verið sterklega orðaður við stórlið Real Madrid frá því að Zinedine Zidane tók aftur við stjórnartaumunum hjá félaginu í mars á þessu ári.

Spænskir fjölmiðlar segja að Zidane sé búinn að sannfæra Florentino Pérez, forseta Real Madrid, um að Pogba muni nýtast liðinu betur en Daninn Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, en Eriksen vonast til þess að yfirgefa Tottenham í sumar og hafði Real Madrid verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður leikmannsins.

Pérez hefur verið mikill aðdáandi Eriksen, undanfarin ár, en nú á Zidane að vera búinn að sannfæra forsetann um að leggja frekar fram tilboð í Pogba sem hefur verið talsvert gagnrýndur af stuðningsmönnum Manchester United síðan hann gekk til liðs við félagið frá Juventus, sumarið 2016.

Þrátt fyrir að Pogba hafi verið gagnrýndur fyrir sína spilamennsku á tímabilinu skoraði hann 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni og lagði upp önnur níu í 35 leikjum fyrir félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert