Sarri vill taka með sér tvo frá Chelsea

Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. AFP

Maurizio Sarri sem hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea og er taka við þjálfun ítalska meistaraliðsins Juventus er sagður vilja taka tvo leikmenn Chelsea með sér til Juventus.

Leikmennirnir sem ræðir eru Gonzalo Higuain og Emerson. Sarri fékk Higuain til Chelsea að láni frá Juventus en Argentínumaðurinn lék undir stjórn Sarri hjá Napoli.

Higuain náði sér ekki á strik með Chelsea og skoraði aðeins 5 mörk í þeim 14 leikjum sem hann kom við sögu með Lundúnaliðinu.

Reiknað er með að Sarri verði kynntur til leiks sem nýr þjálfari hjá Juventus í vikunni þar sem hann leysir Massimiliano Allegri af hólmi.

mbl.is