AC Milan með Lovren í sigtinu

Dejan Lovren.
Dejan Lovren. AFP

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að AC Milan sé með króatíska miðvörðinn Dejan Lovren frá Liverpool í sigtinu og vilji fá hann til liðs við sig í sumar.

Lovren kom aðeins við sögu í 18 leikjum með Liverpool á nýafstaðinni leiktíð. Hann var talsvert frá vegna meiðsla en eftir að hann náði sér af þeim var hann á eftir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip í goggunarröðinni.

Lovren, sem verður þrítugur í næsta mánuði, kom til Liverpool frá Southampton árið 2014 fyrir 20 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert