Bilic ráðinn stjóri WBA

Slaven Bilic.
Slaven Bilic. AFP

Króatinn Slaven Bilic  hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins WBA til næstu tveggja ára.

Bilic var knattspyrnustjóri West Ham frá 2015-17 en var rekinn úr starfi í nóvember 2017 eftir 4:1 tap gegn Liverpool.

Frá West Ham fór Bilic til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu í september 2018 en var látinn taka poka sinn fimm mánuðum síðar.

mbl.is