Brasilískur framherji á leið til Villa

Wesley Moraes.
Wesley Moraes. Ljósmynd/Clu Brügge

Nýliðar Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni hafa náð samkomulagi við belgíska félagið Club Brügge um kaup á brasilíska framherjanum Wesley Moraes að því er fram kemur í belgískum fjölmiðlum í dag.

Moraes, sem er 22 ára gamall, mun gera fimm ára samning við Aston Villa, sem greiðir 25 milljónir evra fyrir leikmanninn en sú uphæð jafngildir rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna.

Brasilíumaðurinn hefur spilað með Club Brügge undanfarin þrjú og á síðustu leiktíð skoraði hann 13 mörk og gaf 7 stoðsendingar í 38 leikjum með liðinu.

mbl.is