Heimsmeistari tekur við Swansea

Steve Cooper við merki Swansea.
Steve Cooper við merki Swansea. Ljósmynd/Swansea

Enska B-deildarliðið Swansea er komið með nýjan knattspyrnustjóra, en tilkynnt var í dag að Steve Cooper hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Cooper var áður þjálfari U17 ára landsliðs Englands, en hann gerði liðið að heimsmeisturum í þeim aldursflokki árið 2017 og liðið fékk einnig silfur á EM U17 ára landsliða það ár.

Cooper tekur aðstoðarmann sinn, Mike Marsh, einnig með sér frá enska knattspyrnusambandinu en þeir taka við Swansea af Graham Potter sem stýrði liðinu í eitt ár eftir að það féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2018. Liðið hafnaði í 10. sæti í B-deildinni í vetur.

mbl.is