Sarri ráðinn þjálfari Juventus í dag

Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. AFP

Maurizio Sarri verður kynntur til leiks sem nýr þjálfari Ítalíumeistara Juventus í dag að því er Sky Sports greinir frá í morgun.

Juventus hefur náð samkomulagi við Chelsea um að greiða félaginu bætur en Sarri var samningsbundinn Lundúnaliðinu. Hann stýrði Chelsea-liðinu aðeins eitt tímabil og undir stjórn Ítalans hafnaði Chelsea í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni og vann Evrópudeildina.

Sarri mun skrifa undir þriggja ára samning við ítölsku meistarana og leysir þar af hólmi Massimiliano Allegri sem hefur þjálfað Juventus frá árinu 2014 og hefur liðið hampað meistaratitlinum öll árin.

mbl.is