Valencia með tilboð frá nýliðunum

Antonio Valencia.
Antonio Valencia. AFP

Sheffield United, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hafa boðið Ekvadoranum Antonio Valencia samning að því er fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag.

Valencia, sem er 33 ára gamall, hefur sagt skilið við Manchester United sem hann spilaði með í áratug, alls 339 leiki.

Hann getur því farið til Sheffield United án greiðslu. Newcastle og West Ham eru einnig sögð áhugasöm að fá Valencia til liðs við sig sem og nokkur lið í Bandaríkjunum.

mbl.is