Woodgate tekinn við Boro

Jonathan Woodgate með treyju Middlesbrough.
Jonathan Woodgate með treyju Middlesbrough. Ljósmynd/Middlesbrough

Jonathan Woodgate var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Middlesbrough og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Woodgate var á árum áður fyrirliði Boro, en hann lauk ferlinum með félaginu árið 2016. Hann byrjaði feril sinn með aðalliðum með Leeds um aldamótin, fór til Newcastle en var svo keyptur til Real Madrid. Þaðan sneri hann aftur til Englands, spilaði með Tottenham og Stoke, auk Middlesbrough. Hann spilaði á sínum tíma átta landsleiki fyrir Englands en þetta verður hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

„Þetta er mikill heiður. Ég hef verið stuðningsmaður Middlesbrough síðan ég var sex ára gamall,“ sagði Woodgate, en með honum í þjálfarateyminu verður meðal annars Robbie Keane, sem lék sem kunnugt er með Tottenham og raðaði þar inn mörkum.

Woodgate tekur við af Tony Pulis, sem hætti með liðið í vor en það hafnaði í sjöunda sæti í ensku B-deildinni og missti af umspili um sæti í efstu deild.

mbl.is