Pogba vill nýja áskorun

Paul Pogba hefur gefið það út að hann vilji reyna …
Paul Pogba hefur gefið það út að hann vilji reyna fyrir sér annarsstaðar en hjá United. AFP

Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, vill yfirgefa félagið í sumar en þetta staðfesti hann í samtali við Guardian. Pogba hefur verið sterklega orðaður við brottför frá United í sumar en bæði Real Madrid og Juventus eru sögð mjög áhugasöm um leikmanninn sem á tvö ár eftir af samningi sínum við United.

„Það hefur verið mikið talað, undanfarna daga. Ég er búinn að vera síðustu þrjú ár í Manchester og það hefur fengið frábærlega. Ég hef vissulega upplifað góða tíma og slæma tíma en það fylgir fótboltanum,“ sagði Pogba í samtali við Guardian.

„Eftir allt sem gerðist á þessu tímabili, sem að mínu mati var það besta hingað til hjá United, þá tel ég að það væri gott fyrir mig að fá nýja áskorun. Ég vil reyna fyrir mér annarsstaðar og vonandi tekst það í sumar,“ sagði Pogba ennfremur.

Manchester Unitd borgaði Juventus tæplega 90 milljónir punda fyrir Pogba sem United er sagt vilja í kringum 120 milljónir evra fyrir leikmanninn í dag, ef þeir eiga að seljann. Pogba er 26 ára gamall en Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er sagður vera með Pogba efstan á óskalista sínum fyrir sumarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert