Nýr fimm ára samningur við Man. City

Kyle Walker, til hægri, á góðri stundu með Bernardo Silva …
Kyle Walker, til hægri, á góðri stundu með Bernardo Silva í vor. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa framlengt samninginn við bakvörðinn Kyle Walker og er hann nú bundinn félaginu til næstu fimm ára, eða til 2024.

Walker kom frá Tottenham fyrir tveimur árum og hefur verið í lykilhlutverki í liðinu síðan þá. Hann hefur á þessum tveimur tímabilum í ljósbláa búningnum unnið Englandsmeistaratitilinn tvívegis, enska deildabikarinn tvívegis og FA-bikarinn einu sinni.

„Ég er himinlifandi að hafa skrifað undir nýjan samning. Að spila fyrir City hefur verið miklu betra en ég þorði að vona. Ég vil keppa um fleiri titla og mér finnst ég hafa bætt mig mikið sem leikmaður,“ sagði Walker, sem er 29 ára gamall og á að baki 48 landsleiki fyrir England.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert