City að hafa betur gegn United

Harry Maguire er eftirsóttur af stærstu liðum Englands.
Harry Maguire er eftirsóttur af stærstu liðum Englands. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City leiðir kapphlaupið um Harry Maguire, varnarmann Leicester City, en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag. Manchester United hefur mikinn áhuga á miðverðinum öflugu sem mun að öllum líkindum yfirgefa Leicester City í sumar.

Maguire vill hins vegar frekar fara til City, þótt United sé tilbúið að borga honum hærri laun, en leikmaður vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þá er hann einnig spenntur að spila fyrir Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City. 

Leicester vill fá í kringum 80 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn en United reyndi að klófesta Maguire síðasta sumar þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins. Maguire byrjaði 31 leik fyrir Leicester á síðust leiktíð í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 3 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert