Man. United horfir til Norwich

Ole Gunnar Solskjær leitar arftaka Antonio Valencia.
Ole Gunnar Solskjær leitar arftaka Antonio Valencia. AFP

Forráðamenn Manchester United horfa nú til Norwich, sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð, í leit að arftaka Antonio Valencia sem yfirgaf United í lok leiktíðar eftir langa þjónustu.

Leikmaðurinn sem United horfir til er hinn 19 ára gamli Max Aarons, en hann var valinn besti ungi leikmaðurinn í B-deildinni á síðasta tímabili þegar Norwich vann deildina. Hann er landsliðsmaður U19 ára liðs Englands og er sagður passa vel í nýja leikmannastefnu á Old Trafford að sækja unga Breta til félagsins.

United leit­ar sér að hægri bakverði þessa dag­ana en enska fé­lagið hef­ur verið sterk­lega orðað við Aaron Win-Bissaka, bakvörð Crystal Palace. Palace hef­ur nú þegar hafnað tveim­ur til­boðum United í leik­mann­inn en Palace vill fá í kring­um 50 millj­ón­ir punda fyr­ir leik­mann­inn sem er ein­ung­is 21 árs gam­all.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert