Benítez yfirgefur Newcastle

Rafael Benítez mun yfirgefa Newcastle þegar samningur hans rennur út.
Rafael Benítez mun yfirgefa Newcastle þegar samningur hans rennur út. AFP

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, mun yfirgefa félagið þegar samningur hans við félagið rennur út um mánaðarmótin en þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. 

Samningur Benítez rennur út 30. júní næstkomandi en stjórinn hefur verið í viðræðum við Newcastle um nýjan langtíma samning í nokkra mánuði. Benítez og umboðsmaður hans hafa ekki náð saman við félagið og því mun stjórinn og aðstoðarmenn hans, þeir Paco de Míguel Moreno, Antonio Gómez Pérez og Mikel Antia allir yfirgefa félagið.

Benítez tók við Newcastle árið 2016 og hefur gert fína hluti með félagið. Newcastle leitar því að nýjum knattspyrnustjóra en þessir fréttir munu ekki fara vel í stuðningsmenn Newcastle sem eru orðnir langþreyttir á Mike Ashley, eiganda félagsins, en Ashley reynir nú hvað hann getur að selja félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert