Grant gæti tekið við Newcastle

Avram Grant
Avram Grant AFP

Avram Grant kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle. Tilkynnt var í dag um brotthvarf Rafa Benítez úr starfinu. 

Grant þekkir vel til enska boltans því hann hefur verið við stjórn hjá Chelsea, Portsmouth og West Ham. Hinn 64 ára gamli Ísraeli er sem stendur ráðgjafi hjá indverska félaginu NorthEast United. 

Grant stýrði Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2008 en tapaði fyrir Manchester United í Moskvu. Grant er ekki sá eini sem hefur verið orðaður við starfið. 

Garry Monk, Christ Hughton, Mark Hughes, Mikel Arteta og David Moyes hafa verið nefndir til sögunnar, en Sky greinir frá því að forráðamenn Newcastle séu með Grant í sigtinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert