Segir Salah að fara til Barcelona

Samuel Eto'o vill sjá Mohamed Salah yfirgefa Liverpool og semja …
Samuel Eto'o vill sjá Mohamed Salah yfirgefa Liverpool og semja við Barcelona. AFP

Samuel Eto'o, fyrrverandi framherji spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, hefur hvatt Mohamed Salah til þess að fara til spænska stórliðsins í sumar. Eto'o spilaði með Barcelona á árunum 2004 til ársins 2009 þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum.

Salah kom til Liverpool sumarið 2017 og hefur verið frábær fyrir félagið síðan hann var orðaður við brottför frá félaginu síðasta sumar og þá hefur hann verið orðaður við spænsku 1. deildin í sumar. Real Madrid og Barcelona eru sögð áhugsöm um leikmanninn sem er 27 ára gamall.

„Real Madrid gaf mér tækifæri á sínum tíma til þess að yfirgefa Afríku og ég er þakklátur Real Madrid fyrir tækifærið,“ sagði Eto'o sem gekk til liðs við real Madrid árið 1997. „Barcelona spilar öðruvísi fótbolta og ég tel að sá fótbolti myndi henta Salah betur.“

„Ef hann fær tækifæri til þess að spila í bestu deild í heimi, sem er spænska deildin, þá ætti hann alltaf að velja Barcelona. Hann gæti orðið besti knattspyrnumaður heims ef hann endar hjá Barcelona,“ sagði Eto'o.

mbl.is