Útilokar ekki brottför frá Napoli

Kalidou Koulibaly er á meðal eftirsóttustu varnarmanna heims.
Kalidou Koulibaly er á meðal eftirsóttustu varnarmanna heims. AFP

Kalidou Koulibaly, varnarmaður ítalska knattspyrnufélagsins Napoli, útilokar ekki að yfirgefa félagið í sumar. Koulibaly hefur verið sterklega orðaður við Manchester United, undanfarnar vikur, og þá er Mancheste City einnig sagt áhugaasamt um leikmanninn.

Bæði lið leita sér að öflugum miðverði í sumar en Napoli vill fá í kringum 120 milljónir evra fyrir leikmanninn. „Ég veit ekki hvar ég mun spila á næstu leiktíð en eins og staðan er í dag þá á ég von á því að ég muni spila með Napoli,“ sagði varnarmaðurinn.

„Ég mun klára Afríkumótið með Senegal og svo sjáum við til hvað gerist. Það er alltaf mikið talað á sumrin um hluti sem gætu gerst en ég er einbeittur á að standa mig vel fyrir Senegal á Afríkumótinu,“ sagði varnarmaðurinn ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert