Gomes orðinn leikmaður Everton

André Gomes í leik með Everton á síðustu leiktíð.
André Gomes í leik með Everton á síðustu leiktíð. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn André Gomes er búinn að skrifa undir fimm ára samning við enska úrvaldeildarfélagið Everton. Hann kemur til Everton frá Barcelona á 22 milljónir punda. 

Gomes stóð sig mjög vel í treyju Everton á síðustu leiktíð er hann var hjá félaginu á lánssamningi. Hann lék 27 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim þrjú mörk. 

Hann kom til Barcelona frá Valencia árið 2016 og skoraði þrjú mörk í 46 leikjum með Börsungum áður en hann færði sig til Englands. Hann á 29 landsleiki fyrir Portúgal. 

mbl.is