Chelsea og Real Madrid búin að semja

Mateo Kovacic.
Mateo Kovacic. AFP

Chelsea hefur náð samkomulagi við Real Madrid um kaup á króatíska miðjumanninum Mateo Kovacic, sem var í láni hjá Lundúnaliðinu á síðustu leiktíð. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun.

Kovacic lék 51 leik með Chelsea á síðustu leiktíð og er talið að Chelsea greiði Real Madrid um 45 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Chelsea má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum en liðinu er heimilt að kaupa Króatann þar sem hann var í láni hjá félaginu.

mbl.is