Origi framlengdi við Liverpool

Divock Origi fagnar marki sínu gegn Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar …
Divock Origi fagnar marki sínu gegn Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar í Madrid. AFP

Divock Origi hefur farmlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Origi skrifar undir fimm ára samning við Liverpool en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar.

Origi hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool síðan Jürgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield haustið 2015 en hann reyndist mikilvægur hlekkur í liðinu á síðustu leiktíð og skoraði tvívegis gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og þá var hann einnig á skotskónum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool vann 2:0-sigur gegn Tottenham í Madrid.

„Ég er mjög ánægður með að að vera búinn að framlengja samning minn við Liverpool. Síðasta tímabil var frábært fyrir mig persónulega og vonandi get ég fylgt eftir því eftir á næstu leiktíð. Mér hefur liðið vel hjá Liverpool, alveg frá því að ég kom hingað fyrst, og ég hef bætt mig mikið sem leikmaður hérna. Það er eitthvað sérstakt í gangi hjá félaginu og ég vil vera þáttakandi í því,“ sagði Origi í samtali við heimasíðu Liverpool en hann er 24 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert