Neitar að fara í æfingaferð

Laurent Koscielny fyrirliði Arsenal.
Laurent Koscielny fyrirliði Arsenal. AFP

Franski miðvörðurinn og fyrirliðinn Laurent Koscielny hefur neitað að fara með Arsenal-liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

„Við erum fyrir miklum vonbrigðum með aðgerðir Laurent sem eru gegn skýrum reglum okkar. Við vonumst til að leysa þetta mál og munum ekki tjá okkur meira um þetta mál að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingu frá Arsenal.

Þrjú frönsk 1. deildarliðið hafa sóst eftir kröftum Koscielny, sem hefur leikið með liði Arsenal frá árinu 2010. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið og vilji hans er að Arsenal rifti samningi hans svo hann geti yfirgefið félagið.

mbl.is