Arsenal setur verðmiða á Koscielny

Laurent Koscielny, fyrirliði Arsenal.
Laurent Koscielny, fyrirliði Arsenal. AFP

Arsenal vill fá 9 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 1,4 milljarða króna, áður en það samþykkir félagaskipti franska miðvarðarins Laurent Koscielny frá félaginu.

Koscielny neitaði að fara í æfingaferð með Arsenal-liðinu til Bandaríkjanna í gær en hann vill komast í burtu frá Lundúnaliðinu.

Frönsku liðin Bordeaux, Lyon og Rennes hafa öll sóst eftir kröftum fyrirliða Arsenal-liðsins sem hefur leikið með því frá árinu 2010. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum.

mbl.is