Erkifjendur berjast um varnarmann

William Saliba í leik með Saint-Étienne á síðustu leiktíð.
William Saliba í leik með Saint-Étienne á síðustu leiktíð. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Arsenal og Tottenham eru í viðræðum við franska varnarmanninn William Saliba, miðvörð Saint-Étienne í frönsku 1. deildinni, en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Saliba er 18 ára gamall en hann  byrjaði 13 leiki í frönsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Sky Sports greinir frá því að Arsenal leiði kapphlaupið um leikmanninn, meðal annars vegna þess, að félagið sé tilbúið að lána hann aftur til  Saint-Étienne á næstu leiktíð.

Bæði lið eru sögð tilbúin að borga í kringum 12 milljónir punda fyrir leikmanninn en Sky Sports greinir frá því að fari svo að Saint-Étienne samþykki tilboð þá muni leikmaðurinn sjálfur þurfa að ákveða hvert hann fer á endanum.

mbl.is