Inter þarf að borga metfé

Romelu Lukaku er mjög eftirsóttur af ítalska stórliðinu Inter Mílanó.
Romelu Lukaku er mjög eftirsóttur af ítalska stórliðinu Inter Mílanó. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó þarf að borga meira en 80 milljónir punda fyrir belgíska framherjann Romelu Lukeku en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Inter og Manchester United hafa átt í samningaviðræðum um leikmanninn, undanfarna daga.

Lukaku er eftstur á óskalista Antonio Conte, nýráðins stjóra Inter Mílanó, en Manchester United keypti hann af Everton sumarið 2017 fyrir 75 milljónir punda. Lukaku er 26 ára gamall en hann átti ekki fast sæti í liði United á síðustu leiktíð.

Þrátt fyrir það skoraði hann 12 mörk í 22 byrjunarliðsleikjum með United í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lukaku hefur verið fastamaður í belgíska landsliðinu, undanfarin ár, og á að baki 81 landsleik þar sem hann hefur skorað 48 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert