Jón Daði færist nær Millwall

Jón Daði Böðvarsson í leik íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í …
Jón Daði Böðvarsson í leik íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flest bendir til að landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson sé á leið til enska B-deildarliðsins Millwall frá Reading en fregnir af hugsanlegum skiptum Jóns Daða til Millwall bárust á dögunum.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Jón Daði hafi verið í samningaviðræðum við Milwall um kaup og kjör en Reading og Millwall eru sögð hafa náð samkomulagi um kaupverðið, 750 þúsund pund, en sú upphæð jafngildir um 119 milljónum króna.

Jón Daði varð eftir í Reading þegar liðið fór út í æfingaferð til Spánar en Selfyssingurinn kom til Reading frá Wolves sumarið 2017.

mbl.is