Pogba neitaði að ræða við fjölmiðla

Paul Pogba á æfingu Manchester United í Ástralíu.
Paul Pogba á æfingu Manchester United í Ástralíu. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, sagðist ekki hafa um neitt að tala við fjölmiðla eftir að liðið vann 2:0-sigur á Perth í fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. Untied-liðið er þar í æfingaferð í Ástralíu.

Pogba lagði upp annað marka United í leiknum, en framtíð hans hefur verið í mikilli óvissu í sumar. Hann er sjálfur sagður vilja yfirgefa félagið en hár verðmiði hefur fælt félög á borð við Juventus frá.

Eftir leikinn í Ástralíu í dag neitaði hann að ræða við fjölmiðla, því hann sagðist ekki hafa neitt að segja við þá um framtíð sína. Pogba var neitað um fyrirliðabandið í leiknum og var Juan Mata fyrirliði í leiknum.

„Ég held að það þurfi ekkert að útskýra það,“ sagði knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn, spurður hvort Pogba hafi komið til greina sem fyrirliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert