Skothríð hjá Gylfa í Sion

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu byrjaði undirbúningstímabilið með Everton með skothríð á mark svissneska liðsins Sion en Everton sótti Svisslendingana heim í æfingaleik í dag.

Leikurinn endaði 0:0 og Gylfi spilaði síðari hálfleikinn, enda nýkominn til æfinga með liðinu eftir að hafa fengið frí frá byrjun undirbúningstímabilsins og fyrsta leiknum.

Hann lét til sín taka og átti bæði hörkuskot í þverslá og stöng svissneska marksins í leiknum.

Everton mætir Crystal Palace á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 10. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert