De Gea að skrifa undir nýjan samning

David de Gea.
David de Gea. AFP

Allar líkur eru á því að David de Gea, markmaður Manchester United, muni skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið á næstu dögum. BBC greinir frá.

Spánverjinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við United og má hann ræða við félög utan Englands í janúar, skrifi hann ekki undir nýjan samning. 

Viðræður á milli félagsins og De Gea hafa staðið yfir síðustu daga og hafa gengið vel. Fær hann dágóða launahækkun með nýjum samningi sem gerir hann að launahæsta markmanni heims.

United má illa við því að missa De Gea. Liðið hefur aðeins keypt tvo leikmenn í sumar; Daniel James frá Swansea og Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace.

Kaup og sölur hafa gengið hægt og illa, en Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vildi breyta leikmannahópi sínum töluvert fyrir næstu leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert