Morrison samdi við nýliðana

Ravel Morrison í leik með West Ham.
Ravel Morrison í leik með West Ham. AFP

Sheffield United, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa samið við Ravel Morrison til eins árs en hann lék síðast með sænska liðinu Östersund.

Morrison, sem er 26 ára gamall miðjumaður, kemur til nýliðanna án greiðslu. Hann var hjá Manchester United frá 2010-12  en náði ekki að spila neinn deildarleik með liðinu. Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóri United, lýsti þá Morrison sem einu mesta efni í enska boltanum.

Morrison lék með West Ham frá 2012-15 þar sem hann lék 18 deildarleiki með Lundúnaliðinu og skoraði í þeim 3 mörk. Síðan þá hefur hann þvælst á millið félaga. Hann hefur æft með liði Sheffield United síðustu vikurnar og ákvörðun var tekin um það að semja við hann til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert