Ljót treyja gæti kostað Huddersfield

Huddersfield kynnti þessa treyju í dag.
Huddersfield kynnti þessa treyju í dag. Ljósmynd/Huddersfield Town

Enska B-deildarfélagið Huddersfield gæti fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu vegna treyju sem liðið leikur í á næstu leiktíð. 

Huddersfield kynnti treyjuna í dag og er óhætt að segja að hún sé óvenjuleg. Merki veðmálafyrirtækisins Paddy Power er á ská yfir hálfa treyjuna. Hefur treyjan fengið slæm viðbrögð frá stuðningsmönnum félagsins, sem og annarra félaga. 

Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins er treyjan hins vegar ólögleg. Auglýsingar mega aðeins vera framan á treyjunni og taka víst mikið pláss. Huddersfield spilaði æfingaleik á móti Rochdale í dag í nýju treyjunum. 

Einhverjir halda því fram að félagið ætli ekki að nota treyjuna á næstu leiktíð, heldur sé um blekkingu að ræða til að auglýsa Paddy Power. Þrátt fyrir að svo sé á félagið að minnsta kosti yfir höfði sér sekt fyrir að leika í treyjunni í dag. 

mbl.is