Pogba í byrjunarliði United

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Leeds í vináttuleik í Perth í Ástralíu en flautað verður til leiks klukkan 11 að íslenskum tíma.

Framtíð Pogba hjá United hefur verið í mikilli óvissu en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði í viðtali í aðdraganda leiksins gegn Leeds að hann vildi enn byggja lið sitt í kringum Pogba.

Belginn Romelu Lukaku er hins vegar ekki í leikmannahópi United en hann hefur verið sterklega verið orðaður við ítalska liðið Inter.

mbl.is