Arsenal vann þýsku meistarana (myndskeið)

Eddie Nketiah fagnar fagnar marki sínu gegn Bayern München.
Eddie Nketiah fagnar fagnar marki sínu gegn Bayern München. AFP

Arsenal hafði betur gegn þýska meistaraliðinu Bayern München 2:1 þegar liðin áttust við í vináttuleik í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt.

Arsenal náði forystunni á 49. mínútu þegar Louis Poznanski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Markavélin Robert Lewandwoski jafnaði metin fyrir Bayern með skallamarki á 71. mínútu en á 88. mínútu tryggði hinn tvítugi Eddie Nketiah Arsenal sigurinn.

Mörkin úr leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is