Birkir skoraði fallegt mark (myndskeið)

Birkir fagnar marki sínu gegn Minnesota.
Birkir fagnar marki sínu gegn Minnesota. Ljósmynd/Aston Villa

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason minnti á sig þegar Aston Villa vann 3:0 sigur gegn bandaríska liðinu Minnesota United í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt.

Birkir, sem var mikið úti í kuldanum hjá Villa á síðustu leiktíð, lék allan síðari hálfleikinn og skoraði þriðja mark sinna manna með laglegu skallamarki á 86. mínútu leiksins.

Jack Grealish opnaði markareikninginn fyrir nýliðanna í ensku úrvalsdeildinni á 36. mínútu og Henri Lansbury skoraði annað markið á 82. mínútu áður en Birkir innsiglaði sigurinn.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, gerði 11 breytingar á liði sínu eftir fyrri hálfleikinn. Mörkin úr leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

 

mbl.is