Þrjú ár frá góðum kaupum Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. AFP

Á Twitter-síðu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er rifjað upp að á þessum degi fyrir þremur árum, 19. júlí 2016, hafi Burnley gert góð kaup með því að krækja í tvo leikmenn frá Charlton Athletic.

Það voru Jóhann Berg Guðmundsson og markvörðurinn Nick Pope sem báðir hafa gert það gott með liðinu í úrvalsdeildinni þrjú síðustu tímabil og eru nú að búa sig undir það fjórða. Jóhann hefur spilað öllu meira, 84 leiki í deildinni og skorað í þeim 6 mörk, en Pope hefur spilað 35 leiki í deildinni.

Birt er samsett myndband með góðum tilþrifum Jóhanns og Pope sem sjá má hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert