Annað tap hjá Liverpool

Ben Woodburn hjá Liverpool með boltann í leiknum gegn Sevilla …
Ben Woodburn hjá Liverpool með boltann í leiknum gegn Sevilla í kvöld. AFP

Knattspyrnuliðin Liverpool og Sevilla mættust í æfingaleik á Fenway Park í Boston í Bandaríkjunum í kvöld en viðureign liðanna var að ljúka og endaði með sigri spænska liðsins, 2:1.

Nolito kom Sevilla yfir á 37. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Divock Origi fyrir Liverpool, 1:1 í hálfleik. Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool skipti alveg um lið í hálfleik.

Sevilla missti Joris Gnagnon af velli með rautt spjald á 76. mínútu en náði þó að skora sigurmarkið í uppbótartíma. Alejandro Pozo var þar að verki, 2:1.

Liverpool tapaði fyrir Borussia Dortmund í Notre Dame í Indiana, 2:3, á föstudagskvöldið og leikur sinn þriðja leik í Bandaríkjaferðinni gegn Sporting Lissabon í New York á miðvikudagskvöldið.

Þá á enska liðið eftir að mæta Napoli í Edinborg og Lyon í Genf áður en kemur að leiknum við Manchester City um Samfélagsskjöldinn á Wembley sunnudaginn 4. ágúst. Fyrsti leikur Liverpool í úrvalsdeildinni er síðan gegn Norwich á Anfield föstudagskvöldið 9. ágúst.

Byrjunarlið Liverpool í kvöld: Lonergan, Alexander-Arnold, Phillips, van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Henderson, Woodburn, Wilson, Origi.

Lið Liverpool í seinni hálfleik: Mignolet, Hoever, Gomez, Lovren, Larouci, Fabinho, Milner, Lewis, Jones, Kent, Brewster.

Byrjunarlið Liverpool í kvöld.
Byrjunarlið Liverpool í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert