Chelsea lánar Ampadu í Leipzig

Ethan Ampadu
Ethan Ampadu AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur lánað hinn 18 ára gamla Ethan Ampadu til RB Leipzig í þýskalandi. Ampadu hefur leikið 12 leiki með Chelsea síðan hann kom til félagsins frá Exeter fyrir tveimur árum.

Ampadu skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Chelsea á síðasta ári og hefur hann leikið átta leiki með landsliði Wales. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er aðdáandi Ampadu. 

„Ég reyndi að fá Ethan að láni til Derby á síðasta ári, svo ég er mikill aðdáandi. Það myndi hins vegar gera honum gott að fara annað og fá að spila meira. Ég vildi vinna með honum á þessu ári, svo þetta eru smá vonbrigði, en þetta er best fyrir hann," sagði Lampard. 

mbl.is