Arsenal: Spennandi framlína

Dani Ceballos, sem varð Evrópumeistari með Spánverjum U21 árs í …
Dani Ceballos, sem varð Evrópumeistari með Spánverjum U21 árs í sumar, er kominn til Arsenal sem lánsmaður frá Real Madrid. AFP

Arsenal er eitt af sigursælustu liðum enska fótboltans frá upphafi en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja allra bestu liðunum eftir undanfarin ár.

Arsenal vann enska meistaratitilinn í 13. skipti árið 2004 og aðeins Manchester United og Liverpool státa af fleiri titlum. Þá er félagið það sigursælasta í ensku bikarkeppninni frá upphafi með þrettán sigra, þann síðasta árið 2017. Arsenal hefur þrisvar orðið bikarmeistari undanfarin sex ár.

Ekkert félag hefur leikið jafnlengi samfleytt í efstu deild en Arsenal hefur verið þar frá árinu 1919. Frá árinu 1976 hefur liðið aldrei endað neðar en í tólfta sæti deildarinnar.

Arsenal var stofnað í Woolwich-hverfinu í suðausturhluta London árið 1886 undir nafninu Royal Arsenal en hét síðan Woolwich Arsenal frá 1893 til 1914 þegar nafnið var stytt í núverandi mynd. Það ár flutti félagið til Highbury í Norður-London. Þaðan færði Arsenal sig yfir í nágrannahverfið Holloway og hefur leikið á Emirates-leikvanginum frá 2006.

Á síðasta tímabili hafnaði Arsenal í fimmta sæti og má því gera sér að góðu að leika í Evrópudeildinni þriðja tímabilið í röð eftir að hafa verið samfleytt í Meistaradeildinni frá 2000 til 2017.

Arsenal mætir til leiks með tvo nýja menn sem reiknað er með að láti að sér kveða, kantmanninn Nicolas Pépé sem er næstdýrasti leikmaður sem ensku liðin hafa keypt í sumar, og miðjumanninn efnilega Dani Ceballos sem er í láni frá Real Madrid.

Með Pépé innanborðs er Arsenal komið með afar áhugaverða framlínu þar sem hann, Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu allir slatta af mörkum á síðasta tímabili. Aubameyang var markahæstur ásamt tveimur öðrum í ensku úrvalsdeildinni með 22 mörk, Lacazette skoraði 13 og Pépé var næstmarkahæstur í Frakklandi með 22 mörk.

Þá fjárfesti Arsenal í William Saliba, 18 ára frönskum varnarmanni, fyrir 27 milljónir punda en lánaði hann aftur til Saint-Étienne út þetta tímabil.

Af þeim sem hafa horfið á braut munar mest um velska miðjumanninn Aaron Ramsey sem fór til Juventus og miðvörðinn og fyrirliðann Laurent Koscielny, sem fór í „verkfall“ í sumar og er á leið til Frakklands. Þá lagði markvörðurinn reyndi Petr Cech hanskana á hilluna. Varnarlína liðsins er stærsta spurningarmerkið fyrir þetta tímabil, ekki síst eftir brotthvarf Koscielnys.

Spánverjinn Unai Emery er sitt annað tímabil með Arsenal en …
Spánverjinn Unai Emery er sitt annað tímabil með Arsenal en hann tók við af Arsene Wenger sumarið 2018. Emery er 47 ára gamall og stýrði áður París SG, Sevilla, Spartak Moskva, Valencia, Almería og Lorca Deportiva. AFP


Knattspyrnustjóri
: Unai Emery (Spáni) frá 23. maí 2018.
Lokastaðan 2018-19: 5. sæti.
Heimavöllur: Emirates Stadium, London, 60.260 áhorfendur.
Enskur meistari (13): 1931, 1933, 1934, 1935, 1938, 1948, 1953, 1971, 1989, 1991, 1998, 2002, 2004.
Bikarmeistari (13): 1930, 1936, 1950, 1971, 1979, 1993, 1998, 2002, 2003, 2005, 2014, 2015, 2017.
Deildabikarmeistari (2): 1987, 1993.
Evrópumeistari bikarhafa (1): 1994.
UEFA-meistari (1): 1970.
Íslenskir leikmenn: Albert Guðmundsson (1946-47), Sigurður Jónsson (1989-91), Ólafur Ingi Skúlason (2001-05).

Nicolas Pépé framherji frá Fílabeinsströndinni var keyptur frá Lille í …
Nicolas Pépé framherji frá Fílabeinsströndinni var keyptur frá Lille í sumar fyrir 72 milljónir punda. Hann skoraði 22 mörk fyrir liðið í frönsku 1. deildinni síðasta vetur og var þar næstmarkahæstur á eftir Kylian Mbappé hjá París SG. AFP


Komnir:

  8.8. David Luiz frá Chelsea
  8.8. Kieran Tierney frá Celtic (Skotlandi)
  1.8. Nicolas Pépé frá Lille (Frakklandi)
25.7. William Saliba frá St.Étienne (Frakklandi - lánaður aftur til St.Étienne)
25.7. Dani Ceballos frá Real Madrid (Spáni) (lán)
  2.7. Gabriel Martinelli frá Ituano (Brasilíu)

Farnir:
  8.8. Alex Iwobi til Everton
  8.8. Eddie Nketiah til Leeds (lán)
  7.8. Danny Welbeck til Watford
  7.8. Carl Jenkinson til Nottingham Forest
  6.8. Laurent Koscielny til Bordeaux (Frakklandi)
  2.8. Krystian Bielik til Derby (var í láni hjá Charlton)
12.7. Ben Sheaf til Doncaster (lán)
  4.7. David Ospina til Napoli (Ítalíu) (var í láni hjá Napoli)
  1.7. Aaron Ramsey til Juventus (Ítalíu)
  1.7. Denis Suárez til Barcelona (Spáni) (úr láni)
Óvíst: Stephan Lichtsteiner
Petr Cech er hættur

Markverðir:
  1 Bernd Leno
26 Emiliano Martínez
33 Matt Macey

Varnarmenn:
  2 Héctor Bellerín
  5 Sokratis Papastathopoulos
16 Rob Holding
18 Nacho Monreal
20 Shkodran Mustafi
21 Calum Chambers
23 David Luiz
25 Carl Jenkinson
27 Konstantinos Mavropanos
31 Sead Kolasinac

Miðjumenn:
  4  Mohamed Elneny
  7 Henrikh Mkhitaryan
  8 Dani Ceballos
10 Mesut Özil
11 Lucas Torreira
15 Ainsley Maitland-Niles
28 Joe Willock
29 Matteo Guendouzi
32 Emile Smith Rowe
34 Granit Xhaka

Sóknarmenn:
  9 Alexandre Lacazette
14 Pierre-Emerick Aubameyang
19 Nicolas Pépé
24 Reiss Nelson
35 Gabriel Martinelli

Þetta er fyrsta greinin af 20 um liðin sem leika í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu keppnistímabilið 2019-2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert