City að fá óvæntan markvörð

Pep Guardiola er að bæta í hóp sinn.
Pep Guardiola er að bæta í hóp sinn. AFP

Englandsmeistarar Manchester City eru að bæta við markverði í sinn hóp, en það er gömul kempa sem kemur úr nokkuð óvæntri átt.

Hinn 33 ára gamli Scott Carson er á leið í læknisskoðun hjá City, en hann kemur á láni út tímabilið frá Derby í ensku B-deildinni. Carson er hugsaður sem þriðji markvörður fyrir þá Ederson og Claudio Bravo.

Carson hefur leikið í úrvalsdeildinni með Aston Villa, Charlton, Leeds, Liverpool og West Brom, auk þess sem hann á að baki fjóra landsleiki með Englandi. Þá lék hann um tíma með Bursaspor í Tyrklandi, en Sky greinir frá því að víðtæk reynsla hans hafi heillað City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert