Stórsigur United á Chelsea

Marcus Rashford kom United í 1:0 úr vítaspyrnu sem hann …
Marcus Rashford kom United í 1:0 úr vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur. Hér er markinu fagnað. AFP

Manchester United hóf leiktíðina eins og best verður á kosið með 4:0-sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í dag. 

Chelsea byrjaði leikinn reyndar betur og framherjinn ungi Tammy Abraham átti bylmingsskot í stöng. Marcus Rashford kom United hins vegar yfir á 18. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Kurt Zouma braut á honum eftir eina af hröðum og beittum skyndisóknum United í leiknum.

Staðan var 1:0 í hálfleik, en Emerson hafði átt annað gott stangarskot fyrir Chelsea rétt fyrir hlé. United gerði út um leikinn um miðjan seinni hálfleik þegar Anthony Martial og Rashford skoruðu með tveggja mínútna millibili. Martial skoraði eftir fyrirgjöf Andreas Perreira en Rashford eftir stórkostlega sendingu frá Paul Pogba yfir leka vörn Chelsea.

Rúsínan í pylsuendanum, fyrir United-menn, var svo mark hins 21 árs gamla Daniel James í fyrsta leiknum fyrir liðið eftir komuna frá Swansea í sumar. James skoraði eftir undirbúning Pogba úr skyndisókn og fagnaði markinu af mikilli innlifun.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Man. Utd 4:0 Chelsea opna loka
90. mín. Leik lokið Frábær byrjun United á tímabilinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert